Skip to main content

Lífsgæði og menntun – Quality of life and education

Gott 2 Kristjana 600x800samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu.
Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best.
Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að.


Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks.
Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi. Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna.
Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi.
Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs.


United municipalities – Quality of life and education

A good community is built on the quality of life and the wellbeing of its people. Both are a major influence for happiness and growth and are the key to a stronger population. Strong and creative schools on all levels strengthen and increase quality of life in a new united municipality. A strong education system is one of the things that makes a community a good place to live.
Responsible and ambitious education policy, in collaboration with those involved, is the foundation for a progressive education for the children in our community. Constructive and ambitious outlook in schools is the foundation for social justice and equality in the community. Every child should be able to grow and prosper in school. It is important to make sure that children and their parents are given access to whatever specialist help they need. That will be done for example by re-evaluating how that service is provided to make the most of the funding available.
It is also important that children of foreign nationalities are met in a way that makes the integration for the children and their families as easy as possible. It is our social responsibility to greet new members of the community with open arms, understanding and without prejudice regardless of background, culture or language. If we do not pay attention to this right from the start and take it seriously there is always the danger of social isolation for those new population. It is in the best interest of the whole community that everyone, big or small, should be able to prosper, feel secure and feel good in their area. This will only be achieved with a purposeful plan that is already in the making.
In the new and expansive municipality, it is a priority to strengthen means of distance learning to ensure equality of access to education. To ensure this we must ensure that the schools are equipped with the necessary tech and staff are trained to use it.
Without good employees the infrastructure will not function as it should. Staff at all the schools should be supported and helped to grow and be stronger in their work, thus encouraging initiative, innovation and job satisfaction. By having a strong human resources manager in the new united community we can increase the services to this important group of key employees.
It is important to make sure that people of the municipality are able to get further education, including university education at a local level. Making university education and work training schemes available strengthens the quality of life in the community and ensures that people will want to move to the area and build their future here. With a new and strong municipality the possibilities of success increases.
The future of the community and East-Iceland as a whole is making sure we take care of our educational policy. Strong kindergartens and schools are the key to making the new municipality grow prosperous. Building up an educated community in East-Iceland is the foundation for a powerful and flourishing society.

Kristjana Sigurðardóttir er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.